Fræðsla

Lofgjörð einlægs hjarta

Það er til gömul saga af nirfli sem umbreyttist, en hann var þekktur fyrir að vera mjög samansaumaður. Eftir að hann tók trú, lenti einn af nágrönnum hans í miklu fjárhagslegu tapi. Þegar "nískupúkinn" heyrði af því, voru viðbrögð hans strax þessi: “Jæja, þau þurfa á hjálp og mat að halda”. Ég ætla að fara í reykhúsið mitt og sækja skinku til að gefa þeim. En á leiðinni í reykhúsið byrjaði hið gamla eðli að segja til sín. Gamli “andinn” sagði við hann; “Hvers vegna þarftu að gefa þeim heila skinku? Hálf er alveg nóg”. Þannig rökræddi hann við sjálfan sig alla leið að reykhúsinu. Þá mundi hann það sem hann hafði lært í nærveru Guðs. Hann mundi að hann hafði uppgötvað á þeirri stundu sem hann eignaðist trú á Jesú, að fyrir náð Guðs gæti hann staðið gegn öllum hinum slæmu mannkostum, sem einkenndu líf hans fyrrum, þegar þau myndu skjóta upp kollinum. Freistarinn hélt áfram að hvísla að honum: “Gefðu honum bara hálfa skinku!”. Að lokum sagði gamli maðurinn: “Sjáðu til Satan. Ef þú þegir ekki, þá gef ég honum allt reykhúsið!” Þetta er náð Guðs sem er ný á hverjum degi. Þar sem allt er morandi í synd, þar er náðin í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Og það er tilgangur Ritningarinnar – að færa okkur að náðarhásæti Guðs - að ég tali nú ekki um sálmana. Lestu einn á dag, leggðu eitt vers á minnið á hverjum degi, og þú munt sjá ávextina í lífi þínu.

Guð blessi þig!

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fim: 12 - 16 | Fös: 12 -15
Nánar um samkomur og aðra viðburði