Fræðsla

Hugrekki í öllum aðstæðum

Sálm 6:5-8

Hugsanlega er ekki nægur peningur í bankanum fyrir reikningum, eða ástvinur lést. Það getur líka verið þannig ástatt að fjölskyldan er að ganga í gegnum erfiða tíma. Í erfiðum og sársaukafullum kringumstæðum snúa margir trúaðir sér að Biblíunni í leit að huggun og handleiðslu. Á síðum hennar finnum við fyrirheit sem veita okkur innblástur, von og hugrekki, og leiðir okkur í gegnum mismunandi „árstíðir“ í lífum okkar. Ást og umhyggja Guðs þverr vissulega aldrei, því kærleikur hans og samúð fellur aldrei úr gildi. Náð Drottins er ný á hverjum degi! (Harml 3:22-23).

Guð er sannarlega trúfastur. Með öðrum orðum, þá getum við treyst því að hann er nákvæmlega sá sem hann segist vera - og hann gerir það sem hann segist ætla að gera. Ef við skoðum t.d. Sálm 37:5; Róm 5:8, Jós 1:5, þá fullvissar Biblían okkur um að Drottinn er áreiðanlegur, elskuríkur og ómögulegt að hann geri mistök. Vegna hins djúpa kærleika sem hann ber til okkar, þá notar hann öll þau atriði sem hans fjölhæfa eðli býr yfir, til þess að sjá okkur nákvæmlega fyrir því sem hann veit að við þörfnumst. Hann er frelsari okkar, huggari og leiðtogi, sem leiðbeinir okkur í gegnum allar breytingar og áskoranir lífsins.

Það skiptir ekki máli hvað það er sem við erum að ganga í gegnum. Við getum treyst honum vegna þess að hann veit alla hluti. Hann þekkir huga okkar og hjarta. Hann er meðvitaður um erfiðleikatímabilið sem við erum að ganga í gegnum hverju sinni og það álag sem því fylgir - og hann notar þekkingu sína til þess að bjóða okkur bestu, viðeigandi hjálp og stuðning sem hugsast getur.

Það sem meira er, þá er Drottinn er alvaldur, sem merkir að hann er meira en hæfur til þess að breyta kringumstæðum og mæta þörfum okkar í samræmi við hans áætlun. Hann er fullnægjandi!  Faðir okkar er allt um kring og hann er rétt við hliðina á okkur í hverju því sem mætir okkur. Guð hefur sjálfur sagt: „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig." (Heb 13:5).

Erfiðleikar geta valdið því að við efumst um áreiðanleika Guðs. En ef við viljum setja traust okkar á alvitran, almáttugan föður okkar, þá getum við byrjað hvern morgun með nýjum skilningi á trúfesti hans, sem mun bera okkur í gegnum daginn.

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fim: 12 - 16 | Fös: 12 -15
Nánar um samkomur og aðra viðburði