Um Íslensku Kristskirkjuna

ikk fossaleynir 006Kirkjan

Íslenska Kristskirkjan er lútherskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmnannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.

Trú okkar

Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lútherskra safnaða. Við leggjum áherslu á endurlausnarverk Jesú Krists og þá fyrirgefningu sem okkur hlotnast fyrir trúna á hann og að allir menn verði að eignast lifandi trú. Við leggjum áherslu á mikilvægi Biblíunnar sem heilagrar ritningar og að í henni birti (opinberi) Guð okkur syndugum mönnum vilja sinn og sýni okkur leiðina til hjálpræðis og helgunar í daglegu lífi. Við trúum því að Biblían sé innblásin af Heilögum anda og þannig einstök sem Orð Guðs og æðsta viðmiðun í öllu er varðar trú og breytni. Við leggjum áherslu á verk Heilags anda og mikilvægi náðargjafa hans eins og þeim er lýst í Nýja testamentinu.

Prestshjóninolafur og lisa

Ólafur H. Knútsson er prestur safnaðarins og annast hann allar kirkjulegar athafnir svo sem skírn, heilaga kvöldmáltíð, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Ólafur er fæddur á Sauðárkróki 1962.  Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi 1983, útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins 1989 og hefur starfað í lögreglunni í Reykjavík í tæp 30 ár ­ sl. 10 ár sem varðstjóri í umferðardeild LRH. Hann hefur sótt ýmis námskeið á vegum lögreglunnar m.a. námskeið í félagastuðningi og sótt Dale Carnegie námskeið. Hann var einn vetur í biblíuskóla hjá Konungsgarði.

Lísa María Jónsdóttir, eiginkona Ólafs, er fædd á Akureyri árið 1962 og er leikskólakennari að mennt. Hún starfaði sem slík í 16 ár, þar af sem leikskólastjóri í 4 ár. Hún hefur sinnt sálgæslu og var einn vetur í biblíuskóla hjá Konungsgarði. Þau hjónin hafa tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar og verið meðlimir hennar frá árinu 1999. Þar hafa þau ásamt öðru góðu fólki séð um hjónanámskeið, staðið fyrir uppeldisnámskeiði og unnið við Alfa námskeið á vegum kirkjunnar. Ólafur og Lísa María eiga fjögur uppkomin börn og 4 barnabörn. Þau hafa einnig tekið reglulega börn í fóstur og hafa bæði lokið Foster Pride námskeiði á vegum Barnaverndarstofu.

Safnaðarráð

Forysta Íslensku Kristskirkjunnar er í höndum svokallað safnaðarráðs. Safnaðarráðið skipa 5 til 7 aðilar. Prestur safnaðarins situr í safnaðarráðinu, er formaður þess og stýrir fundum. Kjörtímabil meðlima safnaðarráðsins, annarra en prests, er tvö ár. Heimilt er að endurnýja kosningu safnaðarráðsmeðlima allt að fjórum sinnum í röð, tvö ár í senn. Eftir það þurfa að líða tvö ár þar til viðkomandi á möguleika á að verða kjörinn í safnaðarráðið á ný.

Starfsárið 2017­-2018 er safnaðarráðið skipað eftirtöldum aðilum:

Ólafur H. Knútsson
Ragnar Schram
Guðbjartur Árnason
Guðrún Berglind Sigurðardóttir
Halldóra Ólafsdóttir
Bjarki Clausen

Eyjólfsstaðir á Héraði

Í aðalbyggingunni Eyjólfsstöðum er góð aðstaða til að halda mót og ráðstefnur á vegum safnaðarins. Á hverju sumri er yfirleitt haldin fjölskylduvika í júní, almennt mót um verslunarmannahelgina og unglingamót (breytilegur tími). Auk þess er af og til boðið upp á námskeið eða annað sem eflt getur kristilegt safnaðarstarf. Á Eyjólfsstöðum eru samkomur flesta sunnudaga kl. 14:00 í kirkjusal skólahússins. Eyjólfsstaðir er skógræktarjörð, sem tekur þátt í skógræktarverkefninu Héraðsskógum. Eyjólfsstaðir hafa verið með í því verkefni frá árinu 1991, og er hinn nýji Eyjólfsstaðaskógur nú farinn að setja mikinn svip á landið. Eyjólfsstaðir eru á Fljótsdalshéraði, aðeins 9 km suður af Egilsstöðum, og sjást húsin mjög vel frá þjóðvegi 1, hvít hús með bláum þökum. Á Eyjólfsstöðum er rekin gistiþjónusta samhliða því að vera starfsmiðstöð Íslensku Kristskirkjunnar á Austurlandi.

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heimasíða: www.eyjolfsstadir.is

sími 471 2171

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fim: 12 - 16 | Fös: 12 -15
Nánar um samkomur og aðra viðburði